Það er athyglisvert að fylgjast með framvindu corona hafta. Túlkun á orðalagi og viðbrögð hinna ýmsu einstaklinga sem koma að þessu. Sitt sýnist hverjum.
—
Ef það hefði ekki verið sjálfur ráðherann sem náðist á mynd með vinum að fá sér bita þá hefði engin gert neina athugassemd. Datt samt í hug þegar ég hlustaði á fréttirnar áðan, frasinn góði sem ég kann bara á ensku “What you do, speaks so loud, i can not hear what you say”. Sem í grófri þýðingu mundi hljóma svona : “Það sem þú gerir hefur svo hátt að ég heyri ekki hvað þú ert að segja.”
—
Ég hitti Sigga vin minn um daginn. Sátum saman á Barion úti á Granda og spjölluðum
í nokkra klukkutíma. Kannski meter á milli, er ekki viss, engin sagði neitt. Hvorugur með grímu, vorum bara svona tveir gamlir kallar að eiga saman góða stund enda búnir að hittast einu sinni í mánuði síðan 1986. Vorum saman í Verzlunarskólanum á sínum tíma.
—
En svo er þetta hvar eru mörkin hver metur hvenær og hvenær ekki? Hver ræður?
—
Ég er ekki dómbær. Fer i WC Laugum og æfi þar með Ívari þjálfara eins og enginn sé morgundagurinn. Meðan ég kemst upp með það geri ég það. Þar er fullt af sprey brúsum og haugur af tuskum sem menn nota óspart (sumir með grímu til öryggis) til að hreinsa á undan og eftir. Finnst eins og allt sé í lagi. Kannski, kannski ekki. Ég veit ekki neitt frekar en Sókrates forðum.
—
Eitt veit ég þó. Án Kára værum við f..ked.