KÚLTÚRKÓNGUR NORÐURSINS

  Almar Alfreðsson hefur verið ráðinn verkefnisstjóri menningarmála á Akureyrarstofu en hann var valinn úr hópi 32ja umsækjenda um stöðuna.  Almar er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands og hefur verið sjálfstætt starfandi vöruhönnuður ásamt því að reka og starfa í eigin verslun í Listagilinu á Akureyri. Meðfram þeim störfum hefur hann skipulagt og sett upp hinar ýmsu sýningar ásamt því að hafa skipulagt sýningar í tengslum við HönnunarMars. Þá hefur Almar einnig verið verkefnastjóri og hönnuður ýmissa stærri og minni verkefna.

  Almar var verkefnastjóri Jónsmessuhátíðar, Listasumars og Akureyrarvöku árið 2017 og hafði þar umsjón með skipulagningu, framkvæmd, markaðssetningu og sýnileika hátíðanna.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri grein
  Næsta greinSAGT ER…