ALLT FÓR Í HUND OG KÖTT Í EYJUM

    Jón Óskar Hafsteinsson myndlistarmaður er með vinnustofu í Vestmannaeyjum þar sem hann dvelur oft við störf. Hann á líka hunda sem þarf að viðra og hreyfa og þá gerðist þetta:

    “Fór í göngutúr með Lillý sem tók bara 3 mínútur; meðan ég horfði upp Heiðaveg, þá kom hún auga á kattarkvikindi á Strandvegi og skyndilega var ég láréttur í loftinu. Þegar 100 kg skella á gangstétt gerist margt; ekki bara hvellur heldur líka 3 bólgnar og bláar tær á vinstri fæti, bæði hné alblóðug, rifbrot á vinstri síðu tekur sig upp aftur, vinstri axlarliður stífur, báðir lófar marðir og svarbláir, haka og efrivör eitt allsherjar klór, framtennur gengu örlítið innávið svo frekjuskarðið minnkaði og svo tók sig upp gamalt nefbrot. Nú er ég kominn með þriðja augað eins og indverskur spámaður nema mitt er á nefinu. Annars hefur þetta verið góður dagur. Af hverju í helvíti eru Eyjamenn að halda ketti sem trufla séfferhunda … sem eru kannski fullsterkir fyrir gamla kalla eins og mig.”

    Auglýsing