
“Svo dó Miðbærinn á árunum 1970-1980, verslanir fóru inn eftir allri Suðurlandsbraut, í Síðumúla, Ármúla og Skeifuna og upp í Ártúnshöfða og auk þess í verslunarmiðstöðvar í úthverfum. Skemmtistaðirnir hurfu líka á brott úr Miðbænum (Klúbburinn, Sigtún, Hollywood, Broadway, Hótel Loftleiðir, Hótel Saga og fleiri), bankarnir tóku hverja bygginguna eftir aðra samhliða því að verslanir, skemmtistaðir og kaffihús hurfu á brott. Sundahöfn tók smám saman við af gömlu Reykjavíkurhöfn og þar með hvarf margs konar þjónusta og heildsala. Margar byggingar í Kvosinni voru í hörmulegu ástandi um 1980 og varla sálu að sjá þar á kvöldin og um helgar. Allt Degi B. að kenna en hann var þá barn að aldri í Árbæjarhverfinu bölvaður. Hann kórónaði svo allt með því að búa til nýjan miðbæ í Kringlumýri, þá 16 ára að aldri,” segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur um þessa mynd Rúnars Gunnarssonar, Miðbærinn 1963.