ALLT Á FLOTI ALLS STAÐAR

Tryggingafélagið Vörður sendir út viðvörun:

Búast má við asahláku í dag en spáð er allt að 10 stiga hita og talsverðri rigningu. Þá getur snjórinn bráðnað hratt sem veldur miklu yfirborðsvatni á skömmum tíma og flughálku. Við þær aðstæður er hætta á vatnstjónum þar sem niðurföllin hafa ekki undan og þarf því að hreinsa vel frá þeim svo vatnið flæði ekki inn til þín. Notum tímann til að huga að forvörnum fyrir heimilið og förum varlega í hálkunni. 

Auglýsing