
Biljana Boloban, fyrrum flugfreyja hjá WOW, bætir þá um betur:
“Við vorum að koma af Flúðum og það var svo mikil drykkja, óeðlilega mikil læti, hávær söngur sem var eins og öskur og mikil tónlist til klukkan fjögur í nótt. Þetta var fólk frá aldrinum 30 til 60. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að lækka í sér var það alls ekki virt og frekar gert í því að vera háværari. Ég skil alveg að það sé gaman að fá sér og hafa gaman en ekki halda fyrir vöku fyrir heilu tjaldsvæði. Þannig þetta er klárlega ekki bundið við aldur. Þetta fólk var allt blindfullt með börn meðferðis, algjörlega til skammar. Hringdum svo á lögregluna og hún vildi ekkert gera í þessu þar sem hún sagði að þetta væri menningin á Íslandi. Endaði með því að við flúðum Flúðir í morgun. Mér þykir allavega mjög óspennandi að ferðast um landið með eina 15 mánaða, ef þetta er almennt “menningin á Íslandi”.