ALDURSTAKMÖRK Á TJALDSVÆÐUM OG ELDRA FÓLK BLINDFULLT

  “Get ekki orða bundist, fjórar ungar stúlkur, þrjár 19 ára nýstúdentar og ein tvítug ákváðu að leggja land undir fót og skoða Suðurland um helgina með eitt tjald. En fá hvergi að tjalda á tjaldsvæðivegna  þess að þar eru 23 til 25 ára aldurstakmarkanir. Hvað er að? Búnar að keyra um allt og úthýst á fimm stöðum. Mætti kannski endurskoða aldurstakmark á tjaldsvæðum landsins,” segir Guðrún Birna Eggertsdottir döpur í bragði með ástandið.
  Biljana Boloban

   

  Biljana Boloban, fyrrum flugfreyja hjá WOW, bætir þá um betur:

  Við vorum að koma af Flúðum og það var svo mikil drykkja, óeðlilega mikil læti, hávær söngur sem var eins og öskur og mikil tónlist til klukkan fjögur í nótt. Þetta var fólk frá aldrinum 30 til 60. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um að lækka í sér var það alls ekki virt og frekar gert í því að vera háværari. Ég skil alveg að það sé gaman að fá sér og hafa gaman en ekki halda fyrir vöku fyrir heilu tjaldsvæði.  Þannig þetta er klárlega ekki bundið við aldur. Þetta fólk var allt blindfullt með börn meðferðis, algjörlega til skammar. Hringdum svo á lögregluna og hún vildi ekkert gera í þessu þar sem hún sagði að þetta væri menningin á Íslandi. Endaði með því að við flúðum Flúðir í morgun. Mér þykir allavega mjög óspennandi að ferðast um landið með eina 15 mánaða, ef þetta er almennt “menningin á Íslandi”.

  Auglýsing