AKUREYRINGAR VERSTU ÖKUMENN Í HEIMI

Hulda á Akureyri.

“Í fyrra var keyrt á barn fyrir framan mig og barnið mitt á leið í skólann. Allan 1. bekk þurfti ég að fylgja henni og í byrjun 2. bekkjar,” segir Hulda Benediktsdóttir Waage kraftlyftingakona frá Akureyri, margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum

“Í morgun fær hún mig til að fylgja sér að ljósunum, samverustund. Það munaði hársbreidd að keyrt væri yfir hana. Þetta var alveg þannig að ég æpti upp yfir mig og hún skjálfandi á beinunum. Hvort ég komi barninu aftur í sjálfstæðið að geta gengið um er risaspurning. Akureyringar eru verstu ökumenn alheims.”

Auglýsing