ÁHYGGJUFULLIR GOLFARAR Í GARÐABÆ

    Nýverið voru kynntar niðurstöður samkeppni um aðalskipulag Garðabæjar. Tillögurnar, ef til framkvæmda koma, myndu allar hafa áhrif á svæði Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs.

    Nokkuð er síðan að bæjaryfirvöld tilkynntu golfurum að aðalskipulag myndi hafa áhrif á svæðið sem GKG hefur undir starfsemi sína. GKG er með samning til ársins 2035 svo ljóst er að semja þarf um málið.

    Margir félagsmenn GKG hafa áhyggjur af því að fyrirhugað skipulag skerði aðstöðuna og hefur sett ugg að þeim.

    Forsvarsmenn golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs hafa óskað eftir fundi með bæjarstjóra Garðabæjar og fulltrúum úr skipulagsnefnd til að fá þá til að útskýra málið fyrir félagsmönnum en golfvöllurinn er talinn einn sá besti á landinu.

    Auglýsing