ÁFRAM ÁRMANN! EKKI ÞURFALINGUR Á RÍKISJÖTUNNI

  "...ekki í stíl Ármanns Reynissonar að liggja á ríkis- og borgar jötunni eins og þurfalingur hvorki fyrr né síðar eins og komið er í tísku nú á dögum."

  Bókin Vinjettur XXII er komin út og flýgur til áskrifanda, með forvitnilegt efni, um þessar mundir hringinn um landið og til útlanda. Vinjettubækurnar eru ekki seldar í bókaverslunum heldur í áskrift og vefsíðunni armann@armannr.com.

  “Um þessar mundir er ég á lokasprettinum að skrifa Vinjettur XXIII fyrir haustið 2023,” segir Ármann og heldur áfram:

  “Það er kraftaverk að ég hafi náð þessum árangri þar sem bókmenntaverkin mín eru blokkeruð hjá þeim sem fjalla um bókmenntir í fjölmiðlum og sama á við um Háskóla Íslands einnig Borgarbókasafn Reykjavíkur frá árinu 2010. Í ofanálag hefur mér aldrei verið úthlutað úr launasjóði rithöfunda. Það er heldur ekki í stíl Ármanns Reynissonar að liggja á ríkis- og borgar jötunni eins og þurfalingur hvorki fyrr né síðar eins og komið er í tísku nú á dögum.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinÓMAR (82)
  Næsta greinSTEFNUMÓT Í 101