AFMÆLISVEISLA Í UPPNÁMI – MÁLNINGIN UPPSELD Í COSTCO

    María og málningadollan.

    Ég á eftir síðustu umferð og vantar þessa tegund af málningu sem keypt var í Costco en hún er nú uppseld. Getur einhver selt mér eða gefið rest af sinni málningu? Mig vantar í rauninni minna en 1/4, alls ekki mikið,” segir María Ásmunds og það er mikið undir, afmælisveisla eftir tvo daga:

    “Svona til gamans þá vil ég bæta við að það var aukadolla í búrinu svo að ég var alveg sallarólega þegar ég var að mála í vikunni. Svo í gær þegar ég var búin að klára úr dollunni sem ég var með áttaði ég mig mér til skelfingar að búrdillan var tóm. Arkaði af stað í Costco í gær og engin málning þar og afmælisveisla eftir tvo daga einmitt í þessu rými  Þannig að ef einhver á þess vegna dreggjar eftir og þarf ekki þá er ég megaþakklát og er alveg til í að greiða fyrir greiðann.”

    Auglýsing