ÁFENGASTI ÁFENGISSALI LANDSINS

  Ferðalangur sendir myndskeyti:

  Fríhöfnin í Keflavík er ágengasti áfengissali á landinu. Hvorki er hægt að fara út úr landinu eða inn í það öðru vísi en troða sér á milli sýningarstanda með freistandi áfengisflöskum. Lýsingin er sterk, framsetningin flott og verðið lokkar og laðar.
  Þar sem ekki er áfengi er sælgæti.

  Þarna í gegn fara börn og unglingar, svo allir alkóhólistarnir sem ýmist eru búnir að fara í meðferð eða eiga eftir að fara í meðferð. Það eru 15% karla og 10% kvenna.

  Þetta er auðvitað galið. Viðurkennt er að áfengi skapar eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamálið. Þarf virkilega að þvinga alla sem fara til útlanda eða koma heim aftur að horfa á þessi gylliboð? Hvers vegna hefur landlæknir ekki gert athugasemd?
  Og hvers konar lýðheilsustefna er það hjá ríkinu (sem á jú og rekur Fríhöfnina) að fylla allar hillur af sælgæti sem ekki eru fullar af áfengi? Er fólk ekki nógu feitt og með nógu skemmdar tennur?
  Hvers vegna stoppar enginn þennan óskapnað?
  Auglýsing