ÆTLAR ÞÚ AÐ FJÁRFESTA Í ICELANDAIR?

  Nú er krónan góð heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Einkavæðing gróðans og ríkisvæðing tapsins. Menn búa oft til frasa sem hljóma ekkert langt frá þessum sannleika sem almenningur í landinu býr við. Ætla mætti að ákveðnir flokkar haldi að fólk hugsi ekki. Þannig koma menn hagsmunstýrðum skoðunum sínum á framfæri. Munið eftir frasanum að sparisjóðirnir sem voru dyggar stoðir undir efnahagslíf sveitanna, hefðu „fé án hirðis.“ Hirðarnir voru menn sem vildu hirða peninganna sem þar voru í öruggum sjóðum og svo fór sem fór.

  Steini pípari

  Allar tekjur ríkisins eru komnar frá atvinnulífinu, fyrirtækjunum sem sumir segja að séu barasta vond. Ríkið getur þannig séð sér hag í því við mjög sérstakar aðstæður að bjarga fyrirtæki á þeim grundvelli að það sé hagstætt fyrir ríkið ef fyrirtækin eru byggð á nokkuð traustum grunni. Það getur verið kostnaðarsamt í byrjun fyrir ríkið og þarf jafnvel lántöku fyrir ríkið en getur skilað auknum tekjum í framtíðinni. Hvort þetta eigi við um Icelandair tel ég mjög ólíklegt.

  Flestir hagfræðingar eru sammála um  að nauðsynlegt sé að halda nokkuð traustum fyrirtækjum gangandi. Með því verður viðspyrnan sterkari og skilar sér til baka með nýju góðæri til þjóðfélagsins.

  Auglýsing