
Póstur úr Breiðholti:
–
Dýraeigendur í Æsufelli 6 eru margir hverjir gramir yfir þeirri áætlun stjórnar húsfélagsins að biðja þá sem eiga dýr í húsinu að sækja um að vera með þau áfram og til þess þurfa þeir að fá samþykki 29 íbúða. Þeir sem leigja íbúðir þurfa að sækja um leyfi fyrir eigendurna til að hafa hund eða kött í húsinu.
Íbúar segja að það sé ekki sömu reglur í húsinu öllu, þannig er dýrahald leyft í Æsufelli 2 og 4 og því finnst íbúum þetta ekki sanngjarnt. Sumir hafa verið með dýrin í húsinu í 5 ár og aðrir 2-3 ár. Einn íbúi lýsti því þannig að þetta væri dýraníð að þurfa að svæfa dýrin sín ef samþykki ekki fæst eða að þurfa að flytja með tilheyrandi kostnaði.
Auglýsing