Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor heldur ró sinni, æðrulaus og vel mjúkur þó hann hafi misst af flugvél í framandi borg:
“Ég sit hér strandaglópur á Helsinki-flugvelli, var að missa af vél til Vilnius. Sá næsti á undan mér á afgreiðsluborðinu hjá Finnair var æfur og stóryrtur. Hann var á leið til Sjanghæ, heyrðist mér. En öllu þessu verður að taka af æðruleysi og kurteisi. Starfsfólk Finnair reynir að gera sitt besta. Eina ráðið við þessu er að fá sér einn tvöfaldan gin og tonic og yppta öxlum. Þetta fer allt einhvern veginn að lokum,” segir Hannes Hólmsteinn og dreypir á glasinu.”