AÐGANGSGILDRA Í EGILSHÖLL

    Dyragildrurnar í Egilshöll.
    Helgi er athugull.

    “Ég fer reglulega upp í Egilshöll og þar mætir mér þessi inngangur þar sem einhver snillingur fékk þá hugmynd að hafa bara opið öðru megin og ekki alltaf sömu megin og stundum er búið að breyta því áður en ég fer út aftur,” segir Helgi Heiðar Steinarsson, athugull á nærumhverfi sitt:

    “Svo setja þeir stundum upp gildrur eins og vinstra megin á myndinni þar sem fyrri hurðin er opin en sú seinni læst. Þetta er orðið svolítið þreytt en ég verð að viðurkenna að þegar ég sé annað fólk lenda í gildrunni þá finnst mér það svakalega fyndið.”

    Auglýsing