AÐ FÁ GOLFKÚLU Í HAUSINN

    Steini og golfkúluuppskeran í garðinum.

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Á myndinni má sjá þær golfkúlur sem komu flúgjandi inn í garðinn minn frá Korpugolfvelli í fyrrasumar. Ég er búinn að reikna út að það er miklu meiri hætta á að ég drepist við að fá golfkúlu í hausinn í garðinum mínum frekar en að drepast úr fárinu.

    Besti vinur minn, sem er frægur bridge og golfspilari, sagði að hann mundi hætta í golfi ef hann væri svo slappur að slá inn í garðinn hjá mér. Hann bætti við að til þess þyrfti að slá allt í 30 gráður frá stefnu í holuna.

    Auglýsing