SAGT ER…

…að Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu hátíðleg jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna. Efnisskráin samanstendur af sígildum jólalögum sem og áður óheyrðum útsetningum fyrir hljómsveitina. Ásamt hljómsveitinni koma fram ungir einleikarar, hópur saxófónleikara, kórar og ballettdansarar sem sjá til þess að koma öllum í sannkallað hátíðarskap. Trúðurinn Barbara kynnir tónleikana en tónleikarnir eru einnig túlkaðir á táknmáli. Boðið er upp á ferna tónleika dagana 16. og 17. desember, kl. 14 og 16.

Auglýsing