TVÖ NÝ HÓTEL Í FÆREYJUM

  Local.fo / Færeyjum

  Áætlað er að reisa tvö ný hótel í Færeyjum sem verði tilbúinn árið 2020 enda ferðamannafjöldi alltaf að aukast og mun aukast. Með þessu eykst gistirými í Færeyjum í 600 herbergi.

  Annað hótelið, sem verður fjögurra stjarna, heitir Hilton Garden og verður í höfuðstað Færeyja með útsýni yfir Atlantshafið. Eigendurnir eru Atlantic Airways, trygginarfélagið LÍV og lífeyrisjóður í Færeyjum. Á Hilton Garden Færeyjum verða gerðar sömu kröfur um gæði og á öðrum Hilton hótelum. Framkvæmdastjóri hótelsins, Martin Restorff, hefur mikla reynslu í atvinnulífinu á Færeyjum og Danmörku. Hann er ánægður með að vera í samstarfi við Hilton.

  Hitt hótelið, sem ekki hefur fengið nafn, verður í eigu Smyrill Line með 126 herbergi og rekið af eigendum Hótel Hafnia sem nýlega gerðu upp hótelið sitt en þeir reka einnig Hótel Skálavík. Nýja hótelið verður staðsett nálægt íþróttamiðstöðinni og er áætlað að taka það í notkun 2020.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinJUAN PERON (123)