SAGT ER…

…að góðkunningi lögreglunnar hafi reynt að stela þremur vodkaflöskum í Vínbúðinni í Mjódd skömmu eftir hádegi í gær en starfsmanni í búðinni á Stekkjarbakka tókst að ná tveimur flöskum af manninum og kalla til lögreglu. Þegar hún mætti og spurði hinn grunaða hvað ylli svaraði hann því til að hann væri heimilislaus og þyrfti að orna sér við eitthvað í frosthörkunni.

Auglýsing