SAGT ER…

…að borist hafi póstur:

Rútubílafyrirtækið Hópbílar auglýsir nú grimmt eftir bílstjórum á erlendum vinnumiðlunum meðal annars í Póllandi, Rúmeniu og fleri balkneskum löndum. Þeir vilja frekar ráða erlenda bísltjóra en íslenska þar sem það er ódýrara að hafa þá í vinnu. Á sama tíma og þetta gerist segja Hópbílar upp mjög reyndum bílstjórum sem voru búnir að fara fram á launaleiðréttingu. Það gátu Þeir hjá Hópbílum ekki samþykkt og sögðu upp tveimur þaulreyndum bílstjórum, Svavari Garðarsyni og Tómasi Andréssyni frá og með 1. ágúst með 3 mánaða fyrirvara. Samkvæmt heimildum eru farþegar sem hafa ferðast með Svavari og Tómasi frá Akranesi ekki ánægðir með þetta því þeir eru mjög góðir bílstjórar og kröfuðust þess alltaf að hafa 70 manna bíl sem að Hópbílar verða að hafa til að keyra þessa ferð því Akurnesingar settu þann fyrirvara í samningum að það yrði 70 manna bíll á þessari leið. Það hefur oft verið svikið. Vilhjálmur Birgisson og lögmaður Verkalýðsfélags Akranes munu vera komnir í málið.

Auglýsing