67 ÞÚSUND ÓKEYPIS MÁLTÍÐIR

    Úr matardeildinni:

    Miðvikudaginn 31. janúar ætlar Samhjálp  að fagna 45 ára afmæli Samhjálpar og halda afmælishátíð milli 12 og 14 á Kaffistofunni, Borgartúni 1. Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og gæða sér á súpu, köku og kaffi.

    Starf Samhjálpar byrjaði smátt í sniðum í bílskúr á Sogaveginum. Í dag, 45 árum síðar, hefur starf Samhjálpar margfaldast. Áfengis- og vímuefnameðferð er rekin í Hlaðgerðarkoti í Mosfellsdal. Samhjálp rekur fjögur áfanga- og stuðningsheimili. Áfangaheimilin eru í Reykjavík og eru ætluð þeim sem lokið hafa langtímameðferð. Stuðningsheimilin eru í Reykjavík og Kópavogi og eru rekin í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkurborgar og velferðarsvið Kópavogsbæjar.

    Á Kaffistofu Samhjálpar eru um 67.000 máltíðir gefnar á ári, sem opin alla 365 daga ársins. Þrátt fyrir vaxandi velmegun í þjóðfélaginu hefur aðsókn að Kaffistofunni ekki dregist saman.

    Auglýsing