SAGT ER…

…að þeta hafi birst í ársfjórðungsritinu Hrepparíg:

Kalmann oddviti (nú sveitarstjóri) upplýsti loks á fundi, að hann hefði boðið Hitler á harmonikkudansleik í Hruna í lok ágúst árið 1939, eftir hrútasýningu. Hann hefði boðið honum sem kanslara en ekki kynþáttahatara. Hitler gat því miður ekki mætt, var upptekinn með Stalín. Eitthvað út af griðasamningi. Svo þurfti hann að skreppa til Póllands á eftir. 

Oddvitinn bætti við að forseti danska þingsins væri “Pía” sem passar í hrútapartí í haust. –  Ísbjörg ritari gekk af fundi, með fasi miklu…
Auglýsing