SAGT ER…

…að Violeta Bulc, framkvæmdastjóri samgöngumála hjá Evrópusambandinu, hafi sagt í Ríkisútvarpinu að hún hefði heyrt að nýr forsætisráðherra kæmi úr grænum flokki og því væri hún nokkuð viss um að nýjar samgönguleiðir yrðu ræddar í þaula og teknar í gagnið. ,,Ég sé fyrir mér að áhugaverðar lausnir komi út úr því,“ sagði Bulc. Í viðtalinu við Ríkisútvarpið sagði Bulc einnig: ,,Samgöngustefna Evrópusambandsins tekur til margra þátta. Markmiðið er að draga úr þungaflutningum á vegum og leggja minni áherslu á einkabílinn og meiri áherslu á almenningssamgöngur, deilibíla og sameiginlegan fararmáta”. Bulc sagði að þetta þyrfti að vera kerfisbundið og stjórnvöld þyrftu að koma að málinu.

Því er ástæða til að spyrja nýjan umhverfisráðherra, fagráðherrann sem Vinstri grænir skipuðu og kemur beint úr Landvernd hvort hanns slaufi ekki ráðherrabílnum og taki upp umhverfisvænni farararskjóta nú þegar hann hefur tækifæri til að láta ljós landverndar skína.
Auglýsing
Deila
Fyrri greinSAGT ER…
Næsta greinANDY WILLIAMS (90)