5.000 KRÓNUR FYRIR 6 HLUTI

    Björn og pokinn dýri.

    “Fólk spyr hvort það sé ekki ströggl að koma aftur heim eftir tvo mánuði í Evrópu, þráðbeint í 10 stig og súld. Sko, nei. Það er bara fínt,” segir Björn Teitsson fyrrum upplýsingafulltrúi Rauða krossins og nú kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins. En þar með er ekki öll sagan sögð:

    “En að fara í matvörubúð og greiða 5.000 kall fyrir 6 hluti, sem voru ekki einu sinni fancy eða vínflaska með eða neitt, það er ströggl. Það er by the way pólitísk ákvörðun að hafa þetta svona. Íslenskar landbúnaðarvörur eru ódýrari í Bretlandi og á meginlandi Evrópu en á Íslandi. Er það hvað? Umhverfisstefna? Neytendastefna? Hvar er eiginlega þessi Neytendastofa?”

    Auglýsing