PÁSKAMARTRÖÐ Á LAUGARVATNI

    Alveg glatað að vera í bústað og sjá allt í einu að kjötið sem maður ætlaði að nota sé úldið það henti einmitt Ómar Hauksson um páskana. Hann hafði keypt kjötið í Krónunni og á páskadag var lítið við þessu að gera því allt var lokað. Ómar gat þó sent Krónunni tölvupóst:

    “Gaman að þessu. Keypti yfir 2 kíló af lambafile  á fimmtudaginn fyrir fjölskyldupáskamatinn í dag. Tók það út úr ísskápnum til að marinera áðan og það er allt helúldið. Erum í sumarbústað á Laugarvatni og sjáum að það er lokað á Selfossi. Það svarar enginn símanum væntanlega í dag. Topp stemmari  sem sagt  hérna.”

    Sendingin frá Krónunni sem reddaði páskunum í bústaðnum á Laugarvatni.

    En viti menn. Krónan svaraði að bragði:

    “Sælir Ómar, þetta þykir okkur mjög leiðinlegt að heyra. Hvað er síminn hjá þér.” 

    Og þá gerðist það bara einn, tveir og þrír; Krónan sendi nýtt kjöt og meðlæti í bústaðinn þar sem Ómar var ásamt fjölskyldu sinni og Ómar var að vonum þakklátur fyrir þessi snöggu viðbrögð:

    Takk fyrir ótrúlega skjót viðbrögð. Þið redduðuð okkur alveg og vel það. Takk Þóra verslunarstjóri á Selfossi.”

    Auglýsing
    Deila
    Fyrri greinSAGT ER…
    Næsta greinLÍFSGÆÐASETUR