400 ÓVÆNT DAUÐSFÖLL Í FYRRA

    Glúmur og línurit dauðans.

    “Samkvæmt hagstofu létust 2.700 hér á landi á síðasta ári. Um 400 fleiri en létust árlega 2017-21. Leita þarf mjög langt aftur til að finna annað eins stökk miðað við 5 ár á undan,” segir Glúmur Björnsson efnafræðingur og eiginmaður Sigríðar Andersen fyrrum dómsmálráðherra:

    “Á þann mælikvarða sýnist mér þetta hæsta stökk í dánartíðni (mesti umframdauði) frá 1918. Að jafnaði létust 8 fleiri í hverri viku á síðasta ári en 5 ár þar á undan. Enginn fjölmiðill áttar sig á þessari tilkynningu um 400 óvænt dauðsföll á síðasta ári. Hvert dauðsfall í Covid var hins vegar forsíðufrétt.”

    Auglýsing