“Hér í Gufunesi var gerð gata fyrir einn aðila fyrir um rúmar 40 milljónir með ljósastaurum og öllu,” segir Hilmar Páll Jóhannesson og á vart til orð:
“Nú liggja ljósastaurarnir af þessari framhvæm í hrúgu her út við girðungu og götunni var hent og keyrð í burtu. Þessi gata var aldrei notuð enda varð hún að víkja fyrir núverandi gatnaframkvæmd. Siðleysið er algjört og hefði þessi peningur betur nýst í að gera stíga fyrir þá íbua sem hér eru nú komnir.”