“Brandendur geta orðið ansi viðskotaillar finnist þeim að sér þrengt eða ef ungum þeirra er ógnað á einhvern hátt. Gera þær þá umsvifalaust árás á þann sem þær kæra sig ekki um að hafa nálægt sér og sínum. Þessi stokkandarkolla fór í taugarnar á brandandarparinu á Bakkatjörn í dag og átti hún fitum og vængjum fjör að launa,” segir Þorfinnur Sigurgeirsson sem var með vélina á lofti á Nesinu.
Sagt er...
HOMER, HALLGRÍMUR OG HINIR
"Dóóóó!" sagði Homer Simpson.
"Þetta sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann," sagði Hallgrímur Pétursson í Passíusálmum.
Lag dagsins
MARK KNOPFLER (73)
Mark Knopfler gítarleikari Dire Strait er afmælisbarn morgundagsins (73). Búinn að selja 100 milljón plötur og selur enn.
https://www.youtube.com/watch?v=leZ4T8kt-1o