ÁRÁS Á BAKKATJÖRN

“Brandendur geta orðið ansi viðskotaillar finnist þeim að sér þrengt eða ef ungum þeirra er ógnað á einhvern hátt. Gera þær þá umsvifalaust árás á þann sem þær kæra sig ekki um að hafa nálægt sér og sínum. Þessi stokkandarkolla fór í taugarnar á brandandarparinu á Bakkatjörn í dag og átti hún fitum og vængjum fjör að launa,” segir Þorfinnur Sigurgeirsson sem var með vélina á lofti á Nesinu.

Auglýsing