HAUGHÚSASÝSLA STOKKUÐ UPP

Kalmann oddviti og Ísbjörg ritari ráða ráðum sínum varðandi uppstokkun á Haughúsasýslu.

Úr ársfjorðungsritinu Hrepparíg:

Þrátt fyrir að sveitastjórnarkosningar séu ekki fyrr en á næsta ári, er illu best af lokið. Kalmann oddviti og Ísbjörg ritari lögðust undir feld, lágu þar í 2 sólarhringa  og sýsluðu margt. Feldurinn eftir glímu Grettis og Gláms var bara nokkuð heillegur miðað við tættan feldinn eftir þessi átök. Niðurstaðan var að í ljósi fordæma verður Haughúsasýslan klofin í tvennt: Haugsýslu og  Húsasýslu.

Ekki er búið að reikna út kostnaðinn. Óþarfi að fá hland fyrir hjartað út af nokkrum kúlum, segir Ísbjörg, úrvinda en sátt Húsasýslustýra. Oddvitinn er í hvíldarinnlögn.
Auglýsing