311.123 BÍLAR Á ÍSLANDI – EKIÐ 30 SINNUM TIL TUNGLSINS Á DAG

    “Samkvæmt bókum Samgöngustofu voru árið 2018 311.123 skráðar bifreiðar (ekki ökutæki) á Íslandi,” segir Bjarni Rúnar Ingvarsson samgönguverkfræðingur – þrjúhundruð og ellefu þúsund hundrað tuttugu og þrír.

    “Ef þeim væri öllum raðað í röð, myndi sú röð ná óslitið allan hringveginn og hringinn í kring um Reykjanes til viðbótar (c.a. 1500 km). Þegar aksturinn er skoðaður sést að bifreiðum er ekið um 11,4 milljón kílómetra á dag og um 4,2 milljarða kílómetra á ári á Íslandi. Þessar fjarlægðir samsvara 30 ferðum aðra leið til tunglsins á dag og 28 ferðum til sólarinnar á ári. Og þetta er ekki allur ökutækjaflotinn.”

    Auglýsing