…að Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður skipi fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi og er það jafnframt baráttusæti flokksins en Sjálfstæðisflokkur ermeð hreinan meirihluta í bæjarstjórn sem hann myndar með Bjartri framtíð.
Þórður Guðjónsson er nú framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Skeljungs. Hann hefur verið forstöðumaður viðskiptastýringar og sölu hjá fyrirtækjaþjónustu Símans frá árinu 2014. Áður gegndi hann stöðu viðskiptastjóra lykilviðskiptavina Símans. Þórður var jafnframt knattspyrnu- og framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA um árabil.
Þórður er sonur Guðjóns Þórðarsson þjálfara sem gerði KA, KR og ÍA að meisturum í knattspyrnu og hann þjálfaði einnig landsliðið, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County í Bretlandi og Start í Noregi ásamt BÍ, Grindavík og Keflavík. Hann starfar nú hjá Kynnisferðum sem bílstjóri og er mikils metinn bílstjóri hjá samstarfsmönnum og fyrirtækinu.