SAGT ER…

…að Þórður Guðjónsson knattspyrnumaður skipi fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningum á Akranesi og er það jafnframt baráttusæti flokksins en Sjálfstæðisflokkur ermeð hreinan meirihluta í bæjarstjórn sem hann myndar með Bjartri framtíð.

Þórður Guðjóns­son er nú fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tækja­sviðs Skelj­ungs. Hann hef­ur verið for­stöðumaður viðskipt­a­stýr­ing­ar og sölu hjá fyr­ir­tækjaþjón­ustu Sím­ans frá ár­inu 2014. Áður gegndi hann stöðu viðskipta­stjóra lyk­ilviðskipta­vina Sím­ans. Þórður var jafn­framt knatt­spyrnu- og fram­kvæmda­stjóri Knatt­spyrnu­fé­lags ÍA um ára­bil.

Þórður er sonur Guðjóns Þórðarsson þjálfara sem gerði KA, KR og ÍA að meisturum í knattspyrnu og hann þjálfaði einnig landsliðið, Stoke, Barnsley, Crewe Alexandra og Notts County í Bretlandi og Start í Noregi ásamt BÍ, Grindavík og Keflavík. Hann starfar nú hjá Kynnisferðum sem bílstjóri og er mikils metinn bílstjóri hjá samstarfsmönnum og fyrirtækinu.

Auglýsing