EKKERT GRÍN AÐ VEIÐA FISK

    Við fyrstu sýn mætti halda að myndin sýndi krass leikskólabarns. En í raun er þetta veiðislóð togarans Kaldbaks. Á vefsíðunni Marine Traffic er hægt að sjá staðsetningar skipa og siglingaferil síðasta sólarhringinn.
    Slóð Kaldbaks er dæmigerð fyrir nútíma fiskveiðar, þar sem háþróaðri tækni er beitt til að finna torfurnar. Fiskurinn lætur sér fátt um finnast og fer sínar leiðir eins og alltaf áður. Skipstjórinn getur ekki annað gert en elta. Annars fær hann engan afla. Og eftir því sem tæknin verður fullkomnari, þess nákvæmari og skrautlegri verður eltingarleikurinn. Eins og myndin sýnir.
    Auglýsing