SAGT ER…

…að Jón Ingi Gíslason, oft nefndur kraftaverkamaðurinn í Framsókn vegna hugmynda hans sem lagðar hafa verið til grundvallar í ótrúlegum kosningasigrum flokksins á undanförnum árum, leitar nú eftir stuðningi til að leiða kjarabaráttu kennara en sjálfur er hann kennari í Grafarvogi og segir:

“Þetta ungmenni býður sig fram til að semja um kjör kennara. Rafræn kosning stendur yfir til mánudags á ki.is. Ef þú ert kennari í grunnskóla eða þekkir einn slíkan í útrýmingarhættu. Endilega að kjósa kallinn. Nú hefst endurreisnin í skólum landsins!”

Auglýsing