FORRÉTTINDI ÞURÍÐAR

    “Að vakna 69 ára eftir fallegan og góðan afmælisdag, heilsuhraust, vera elskuð og elska, hlakka til, vinna, njóta, miðla og hlæja. Það eru forréttindi í lífinu,” segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarkona og ein ástsælasta dægurlagasöngkona þjóðarinnar um áratugaskeið.

    Þuríður fékk fallega afmæliskveðju í gær á Netinu frá syni sínum, Sigurði Helga Pálmasyni, sem bræddi hjörtu fleiri en afmælisbarnsins:

    “Hún mamma á afmæli í dag og því ber að fagna – án hennar hefði ég sennilega ekki fæðst. Ef ég á að lýsa henni þá myndi ég segja að hún veit hvernig mér líður áður en ég kem upp úr mér orði. Til hamingju með daginn. Mamma, þú ert best.”

    Og hér tekur afmælisbarnið lagið fyrir nokkrum árum með Vilhjálmi heitnum Vilhjálmssyni:

    Auglýsing