20 BARNA MÓÐIR Í JERÚSALEM

  Ísraelsk kona kom starfsliðinu á fæðingardeild Hadassah Hospital Ein Kerem sjúkrahússins í Jerúsalem í opna skjöldu þegar hún mætti þangað með hríðir til að fæða 20 barn sitt. Starfsliðið hafði aldrei heyrt annað eins.

  Konan er 42 ára, margföld amma og hefur verið ófrísk í 14 ár af ævi sinni.

  Þetta dugar þó ekki til að komast í heimsmetabók Guinnes því heimsmetið í fæðingum á rússneska bóndakonan Vassilyeva sem eignaðist 69 börn í 27 fæðingum; 16 pör af tvíburum, sjö sett af þríburum og fjóra fjórbura.

  Sjá nánar hér!

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…