SAGT ER…

…að borist hafi póstur: Margir eldri borgarar sem eru orðnir 67 ára eru óánægðir að þeir þurfi að borga fullt gjald í Strætó  þangað til þeir verða sjötugir en í sundlaugum víðast hvar tíðkast að þeir fái annað hvort frítt eða borgi 1-200 krónur.

„Mér skilst að viðmiðið við  afslátt í Strætó  og sund hafi verið 67 ára og það var hækkað í 70 ára í tíð Jóns Gnarr. Okkur sem erum eldri borgarar  finnst að það eigi að breyta þessu en það hefur ekki verið gert með strætó en sundaldurinn hefur verið lækkaður niður í 67 ára“ segir eldri borgari. „Það hefur enginn enn sem komið er komið með tillögu í borgarráði eða borgarstjórn um að laga þetta og ég skora á  þá sem eru við völd að laga þetta hið snarasta því  það myndi auka tíðni eldri borgara í Strætó.“

Auglýsing