Úr kaffistofu Ráðhússins:
—
Hart er barist um sæti í borgarstjórn vegna væntanlegra kosninga í Reykjavík.
Næsta víst er að hjá Samfylkingunni verði Dagur B. Eggertsson í efsta sæti og á eftir honum komi Sabine Leskopf, Jón Gnarr, Eva Baldursdóttir, Skúli Helgason, Dóra Magnúsdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Kristín Soffía Jónsdóttir. Í neðri hlutanum verði svo Hjálmar Sveinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir og Tomasz Chrapel.
Hjá Pírötum er talið líklegt að Olga Margrét Cilia leiði og í öðru verði Okvatía Hrund Jónsdóttir .
Hjá Vinstri grænum er næsta víst að Líf Magneudóttir leiði listann ásamt Elínu Oddnýju Sigurðardóttur og Ragnari Auðunni Árnasyni úr Ung grænum og Jovana Pavlovic.
Þá má telja klárt að Pavel Bartoszek verði í efsta sæti hjá Viðreisn. Fast á hæla honum komi Jóhanna Dýrunn Jónsdótti, Lárus Elíasson, Benedikt Jóhannesson og jafnvel Gísli Marteinn Baldursson.
Hjá Bjartri framtíð er fyrstur nefndur Óttar Proppe fyrrverandi heilbrigðisráðherra og svo Nichole Leigh Mosty, Ilmur Kristjánsdóttir og Eva Einarsdóttir.
Karl Garðarson fjölmiðlamaður er líklegur til að leiða lista Framsóknar ásamt Grétu Björgu Egilsdóttur og jafnvel Guðjóni Ólafi Jónssyni lögfræðing.
Hjá Miðflokknum ber nafn Guðlaugugs G. Sverrisson rekstrarstjóra og fyrrum stjórnarformanns Orkuveitunnar hæst. Og með fylgja Valgerður Sveinsdóttir, Baldur Borgþórsson, Gígja Sveinsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur og fyrrum handboltahetja.
Hjá Flokki Fólksins eru líkleg talin; Ásgerður Jóna Flosadóttir, Guðmundur Sævar Sævarsson, Hjördís Björg Kristinsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, og Rúnar Sigurjónsson.
Hjá Sjálfstæðisflokknum þykir Eyþór Arnalds hafa sterkasta stöðu og á eftir honum komi Áslaug María Friðriksdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.
Spáin
—
Spáin er að meirihlutinn haldi. Sjálfstæðisflokkur fái 7 menn, Samfylking 5, Vinstri Græn 4, Miðflokkurinn 2, Viðreisn 2, Flokkur Fólksins, Framsókn, Píratar 1. Dagur myndi meirihluta með Vinstri Grænum, Viðreisn og Miðflokknum. Hafi 13 fulltrúa af 23.