130 GESTA KRÁ Í HAFNARSTRÆTI 4

Jón Bjarni og Hafnarstræti 4.

Jón Bjarni Steinsson athafnamaður, sem var upplýsingafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice árið 2019 og vill fá hana í Garðabæ, ætlar sér stóra hluti með Hafnarstræti 4 en húsið hefur verið auglýst  til leigu.

Kerfisbréf til byggingarfulltrúa:

“Jón Bjarni Steinsson, Urriðaholtsstræti 32, 210 Garðabær. Sótt er um leyfi fyrir áður gerðum breytingum í samræmi við erindi BN051618 en án útgáfu byggingarleyfis, þ.e. breytingar á innréttingum, loftræsingu, snyrtingu breytt í móttöku og innri skipan sæta á 3. hæð. Jafnframt er sótt um veitingastað í flokki II, tegund f, krá með gestafjölda 130 manns, 60 á 2. hæð og 70 manns á 3. hæð í húsi á lóð nr. 4 við Hafnarstræti. Gjald kr.12.100. Frestað. Vísað til athugasemda.”

Auglýsing