125 MEGA GISTA Í HERKASTALANUM – MEÐ EINU SKILYRÐI

    Borgaryfirvöld hafa gefið grænt ljós á og samþykkt umsókn nýrra eigenda Herkastalans við Kirkjustræti 2 um leyfi til gistingar og takmarkast fjöldinn við 125 manns.

    Vítetnamískt-íslenskt fjölskyldufyrirtæki keypti Herkastalann í fyrra á 500 milljónir og hefur verið unnið að endurbótum og breytingum á húsinu innanverðu svo það uppfylli skilyrði sem gististöðum eru sett.

    Þó er sett eitt skilyrði: Rekstraraðili geri allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir ónæði, sbr. Ákvæði reglugerðar nr. 724/2008 um hávaða og reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti.

    Auglýsing