SAGT ER…

…að Góði hirðirinn, nytjamarkaður Sorpu, hafi afhenti ADHD samtökunum sem eru samtök til styrktar börnum og fullorðnum með athyglisbrest og ofvirkni, styrk að upphæð kr. 500.000. Styrkurinn er ætlaður til útgáfu fræðsluefnis um ADHD og konur og ADHD og samskipti systkina. ADHD samtökin voru ein 13 félagasamtaka sem fengu styrk í jólaúthlutun Góða hirðisins en alls var úthlutað styrkjum að upphæð tæpar sjö milljónir króna. Frá upphafi hefur Góði hirðirinn úthlutað 227 milljónum króna í styrki eða um 13 milljónum króna á ári að meðaltali.

Auglýsing