COSTCO-KJÁNARNIR

  Borist hefur myndskeyti:

  Hinn eitilharði stjórnandi Facebookgrúppunnar Costco gleði hefur birt mynd  sem sýnir hvernig á að leggja bílum í Costco og hvar ekki  í kjölfar fréttar um hvort að fólk sem færi þangað hefði bílpróf.

  Einn sagði: “Þegar ég var þarna í gærkvöldi var bílum lagt í innkeyrsluna á bílastæðin Bónusmegin, ekki séns fyrir tvo bíla að aka inn og út samtímis. Hvað er að í hausnum á svona fólki?”

  Annar sagði: “Var í dag þarna og sá nokkra svona, það var einn merktur Ístak, skil ekki af hverju fólk nennir ekki að labba nokkra metra og það er líka minni hætta að bíllinn verði fyrir skemmdum ef lagt er í stæðin.”

  Svona á ekki að leggja eins og myndin sýnir.

  Auglýsing