HALLGRÍMUR EIGNAST JÓLABARN

    Rétt eftir miðnætti í gær eignuðu Hallgrímur Helgason rithöfundur (58) og kona hans, Þorgerður Agla Magnúsdóttur (45), stúlkubarn, 15 merkur og heilsast öllum vel.

    Hallgrímur var í skýjunum eftir fæðinguna og segir:

    “Jólin komu snemma í ár, eða nákvæmlega fimm mínútur yfir miðnætti mánudaginn 18. desember. Þá mætti ungfrú fimmtán merkur til leiks og skapaði þegar heilar þúsund merkur af hamingju. Svona líka fullkomin, fögur, spræk og hárprúð (!) Móður og barni heilsast vel og gamli biður að heilsa, hann sást síðast í skýjunum.”

    Þetta eru gleðileg jól.

    Auglýsing