114 ÁRA GÖMUL HURÐ FJALLKONUNNAR KOM ÓVART Í LJÓS

  Arnar.

  Arnar Hannes Gestsson fasteignaeigandi á Laugavegi 20b rak upp stór augu þegar hann var að láta fjarlæga klæðningu á vegg þegar í ljós kom forláta hurð sem enginn vissi að var þar.

  “Þessi hurð er búin að vera þarna í 114 ár, eða frá 1905 þegar húsið var byggt. Hérna var veitingahúsið Fjallkonan rekið frá 1917 og hafði leyfi fyrir 220 manns í sæti. Ég sé ekki betur en hurðin liggi að bjórgeymslu Kaldabars sem er hér við hliðina,” segir Arnar, reynir að opna dyrnar en gengur ekki.

  Cintamani er að flytja í þetta húsnæði – eins og hér var greint frá – og verður það ákvörðun leigutaka hvort þeir vilji nýta sér gömlu hurð Fjallkonunnar til skrauts í væntanlegri verslun þarna.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…