…að nýjasti talsmaður atvinnurekenda fari með himinskautum í flestum sjónvarpsfréttatímum, með allt á hreinu, talsmaður kerfis sem ekki má hrófla við og virðist trúa því sem hann segir þó flest sé það rangt. Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn hefðu getað notað svona mann rétt fyrir hrun. Hann heitir Halldór Benjamín Þorbergsson og um hann segir:

Halldór situr m.a. í stjórnum Lindarvatns ehf., sem vinnur að uppbyggingu á Landssímareitnum við Austurvöll og í fagfjárfestasjóðnum Landsbréf Icelandic Tourism Fund. Hann sat í sjálfstæðri verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld um endurskoðun skattkerfisins og hefur sinnt fjölbreyttri ráðgjöf innan íslensks stjórnkerfis.

Halldór Benjamín er 37 ára gamall og er kvæntur Guðrúnu Ásu Björnsdóttur lækni og eiga þau þrjá drengi á leikskólaaldri. Hann er stúdent af eðlisfræðibraut Menntaskólans í Reykjavík, lauk hagfræðiprófi frá Háskóla Íslands og er með MBA-gráðu frá Oxford háskóla.

Auglýsing