100% HÆKKUN Á SKINKU Í COSTCO

  Áhugafólk um Costco fer hamförum á Netinu, fylgist vel með og deilir eigin verðkönnunum. Flestir eru sammála um að sniðganga vörur sem hafa hækkað um hundrað prósent.

  Stína Rún segist ekki trúa því að verðbólgu sé um að kenna og Anna Sigríður Wessman tekur undir:

  “Það er engin verðbólga í dag þannig það er ekki rétt hjá þeim. Ég sá skinku þarna um daginn sem kostað rétt innan við tvö þúsund krónur þegar búðin opnaði og er núna komin í tæpar fjögur þúsund krónur. Kjúklingabringur í dós (nokkrar dósir) á tæpar eða rúmlega fimm þúsund. Kaupir þetta einhver? Margt er gott í Costco en ég sleppi öllu sem hækkar svona.”

  Stína Rún svarar:

  “Ég hef nokkrum sinnum keypt tilbúin kjúkling í frystinum, sem er mjög góður, en hefur hækkað svakalega. Var áður 3000 krónur en er komin yfir 5000 krónur núna. Þetta er ekki í lagi.”

  Og Sigrídur Thorarensen blandar sér í málið:

  “Þeir eiga aldrei eftir að halda viðskiptavinunum með þessu. Einstaka vörur sem fást bara hjá þeim sem ég versla en á þessu tæpa ári þá fer ferðunum hjá mér fækkandi hratt. Mjöööööög hratt. Held að þeir átti sig ekki á þessu. Sama með Bauhaus. Aldrei dettur mér í hug að keyra langar vegalengdir til að borga fyrir vörur á okurprís. Þá get ég rétt eins látið okra á mér hér í mínu byggðalagi.”

  Auglýsing