10 ÍSLENDINGAR TIL NORÐUR KÓREU – 480.000 KR.

    “Þetta er landið sem Vesturlandbúar elska að hata,” segir Þorleifur Friðriksson í Söguferðum sem skipulagt hefur 16 daga ferð til Norður Kóreu á 480 þúsund krónur og hafa þegar 10 skráð sig til leiks.

    “Þarna er allt öðruvísi en fólk heldur og ekki í neinum takti við þá mynd sem haldið er að okkur. Sjálfsmynd þjóðarinnar allt önnur og miklu betra mannlíf.”

    Lagt verður í ferðina 3. október með viðkomu í Kína.

    Auglýsing