10.000 KRÓNA VERÐMUNUR Á SÓDAVATNI

    Neytendahorn Björns Birgissonar Í Grindavík:
    “Betra að orðum fylgi athafnir. Benti nýlega á verðhækkanir á sódavatni í hálfs líters flöskum frá Agli Skallagrímssyni, sem keypt var í Nettó.

    139 krónur í febrúar.
    149 krónur í maí.
    159 krónur í júlí.

    Í lífskjarasamningunum var samið um að velta ekki kauphækkunum út í verðlagið. Lét kaupa fyrir mig 80 flöskur af Kirkland sódavatni í Costco. Þær kostuðu 2.640 krónur – eða 33 krónur flaskan. 80 flöskur af Egils sódavatninu kosta litlar 12.740 krónur, miðað við að flaskan kosti 159 krónur. Mismunurinn er rúmar 10 þúsund krónur – tíu þúsund og áttatíu krónur! Þessi verðmunur er svo yfirgengilegur að hér eftir verða drykkjarvörur frá Agli Skallagrímssyni ALDREI á mínum innkaupalista.”

    Auglýsing