10.000 KRÓNA SEKT FYRIR AÐ LEGGJA Í VITLAUSA ÁTT

    Margrét og "öfugi" bíllinn.

    “Bílastæðaverðir borgarinnar að sekta alla bíla sem leggja þarna löglega um 10 þúsund krónur. Það er áttin sem er ólögleg,” segir  Mar­grét Valdi­mars­dótt­ir lektor í lög­reglu­fræðum við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og doktor í af­brota­fræði.

    “Myndi halda að það væri hættulegra að snúa við og leggja í rétta átt. Annars er pointið bara að vara við þessu, þetta er ekki merkt. Engar upplýsingar um þetta. En líklega góð fjáröflunarleið.”

    Auglýsing