ZUCKERBERG Í AUSTURSTRÆTI

    copyright / anne siegel

    Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, er staddur hér á landi ásamt eiginkonu sinni til sjö ára, Priscillu Chan, en hún er barnalæknir.

    Það var erlend fræðikona í Íslandsferð sem rakst á Facebook-hjónin í Austurstræti í dag, á gangstéttinni fyrir utan American Bar, og var að vonum brugðið. Hún sneri sér þó snöggt við og náði þessari mynd af hjónunum þar sem þau gengu glaðbeitt, hönd í hönd með stefnuna út strætið.

    Mark Zuckerberg átti 35 ára afmæli fyrir nokkrum dögum – sjá hér – svo kannski hefur þetta verið afmælisferð – til Íslands.

    Auglýsing