Metsöluhöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir er afmælisbarn dagsins (58). Hún hlustar á tónlist þegar hún burstar tennurnar:
“Prófið að bursta tennurnar undir Sumarkoncerti Vivaldis. Stórkostleg lífsreynsla og þú getur eytt tannlækninum úr símaskránni þinni.”
Þeir sem hafa reynt geta tekið undir með Yrsu: Fyrst ofurhægt, aðeins hraðar og svo ofsahratt. Endurtekið aftur og aftur.